Dekkjaverkstæðið

Þínir menn í dekkjum

Dekkjaverkstæði Hölds var opnað í núverandi húsakynnum árið 2008 en starfsemin á sér sögu áratugi aftur í tímann.

Verkstæðið er vel tækjum búið og hefur á að skipa starfsmönnum með áratuga reynslu og sérþekkingu á öllu sem við kemur fótabúnaði bíla. Við erum staðsett beint á móti verslunarmiðstöðinni Glerártorgi á Akureyri. Þessi heppilega staðsetning gefur viðskiptavinum okkar möguleika á að versla eða sinna öðrum erindum á meðan við veitum alhliða hjólbarðaþjónustu eða þrífum bílinn.

Við leggjum okkur fram um að veita úrvals þjónustu, faglega ráðgjöf og að skila vandaðri vinnu. Verkstæðið selur dekk frá fjölmörgum þekktum framleiðendum undir flestar gerðir bíla. Á sama stað er einnig rekin bílaþvottastöð.

Unnið við dekkjaskipti á dekkjaverkstæði Hölds á Akureyri

Neyðarþjónusta

Verkstæðið veitir neyðarþjónustu eftir lokun. Þjónustan er veitt frá 17 - 22 virka daga og á frá 10 - 20 um helgar og á hátíðisdögum. Útkall eitt og sér kostar kr. 37.596,- auk þess sem innheimt er fyrir alla unna vinnu. Númer neyðarsíma er 461 6160.