Bónstöð og bílaþvottur
Við hlið dekkjaverkstæðis Hölds er vel útbúin bón- og bílaþvottastöð.
Þar er að finna góða aðstöðu fyrir þrif og bón á öllum gerðum bíla. Allt kapp er lagt á vönduð vinnubrögð og aðeins eru notuð hágæða hreinsiefni og bón.
Fjölbreytt þjónusta er í boði hjá bónstöðinni við Glerártorg. Bæði er boðið upp á handþvott og bón sem og þvott og bón í bílaþvottavél. Alþrif þar sem allur bíllinn er tekinn í gegn og djúphreinsun á sætum eru einnig vinsælir kostir meðal viðskiptavina okkar.
Gjafabréfin okkar vinsælu í þvott og bón má ávallt nálgast í afgreiðslunni að Gleráreyrum 4.
Komdu með bílinn til okkar meðan þú sinnir erindum eða verslar á Glerártorgi og keyrðu heim á glansandi hreinum og fínum bíl.
Verðskrá bílaþrif:
Alþrif
Hvað felst í alþrifum?
Að utan: Tjöruhreinsun, sápuþvottur, þurrkun og hágæða bón.
Að innan: Ryksugun, þrif á mottum, innréttingu og gleri, þurrkað úr hurðafölsum.
Fólksbílar - kr. 19.500
Jepplingar - kr. 21.500
Jeppar - kr. 24.500
Stórir jeppar/pallbílar og sendibílar - kr. 28.500
Plúsþvottur
Hvað felst í plúsþvotti?
Að utan: Tjöruhreinsun, háþrýstiþvottur, sápuþvottur, bónhúðun og þurrkun í bílaþvottavél.
Fólksbílar - kr. 6.000
Jepplingar - kr. 7.000
Jeppar - kr. 8.000
Innanþrif
Hvað felst í þrifum að innan?
Að innan: Ryksugun, þrif á mottum, innréttingu og gleri, þurrkað úr hurðafölsum.
Fólksbílar - kr. 11.500
Jepplingar - kr. 12.500
Jeppar og stórir pallbílar - kr. 13.500
Djúphreinsun
Hvað felst í djúphreinsun?
Að innan: Öll sæti bílsins djúphreinsuð ásamt teppi í farþega- og farangursrými.
Fólksbílar - kr. 18.500
Jepplingar - kr. 19.500
Jeppar og stórir pallbílar - kr. 20.500
Eitt sæti 5.500.- hvert sæti umfram það 2.500.-
Mössun og lakkhreinsun
Tímagjald - kr. 10.400
Vinsamlega athugið að áskilinn er réttur til breytinga frá verðskrá vegna óvenjulegra aðstæðna s.s. sérstaklega mikilla óhreininda.